05.09.2012
Nám í flugumferðarstjórn hefst 7. september næstkomandi.
Opið er fyrir umsóknir í nám í flugumferðarstjórn hjá Flugakademíu Keilis. Námið hefst 7. september næstkomandi.
Námið er ákaflega krefjandi og skemmtilegt og undirbýr nemendur fyrir ábyrgðarmikið starf flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar starfa í flugturnum og flugstjórnarmiðstöðvum en starfið felur meðal annars í sér að sjá um samskipti við flugmenn og tryggja öryggi flugvéla. Það er þeirra hlutverk að veita flugmönnum upplýsingar og heimildir með það markmið að gæta aðskilnaðar milli flugvéla á flugi annars vegar og flugvéla og farartækja á flugvöllum hins vegar.
Nánari upplýsingar um námið og umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Flugakdemíunnar: www.keilir.net/flugakademia/nam/flugumferdarstjorn