Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í tæknifræði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um háskólanám í tæknifræði (BSc) á haustönn 2014.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um háskólanám í tæknifræði (BSc) á haustönn 2014. Námið er til þriggja ára og er boðið upp á sérhæfingu í mekatróník hátæknifræði og orku- og umhverfistæknifræði.

Tæknfræðinámið er á vegum Háskóla Íslands en á vettvangi Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Nemendur í náminu eru skráðir í Háskóla Íslands og útskrifast með gráðu þaðan. Námið veitir þér góðan grunn og nýtist þér hvort heldur sem þú hyggur á framhaldsnám í tæknifræði eða áhugaverða framtíðar atvinnu með mikla möguleika.
 
Umsóknarfrestur um námið er til 5. júní næstkomandi.