21.06.2010
Formlega hefur verið opnað fyrir umsóknir í Verkefna- og nýsköpunarsjóð Keilis, og er tekið á móti umsóknum á netfangið: kit@keilir.net. Formlega hefur verið opnað fyrir umsóknir í Verkefna- og nýsköpunarsjóð Keilis, og er tekið á móti umsóknum á netfangið: kit@keilir.net.
Í dag er enginn skipulagður farvegur fyrir fyrirtæki til að bjóða nemendum upp á að vinna að verkefnum sem eru; gæluverkefni, enn á hugmyndastigi og/eða hafa endað ofan í skúffu vegna anna. Með því að senda verkefni inn í sjóðinn og láta fylgja með pening geta fyrirtækin haldið verkefnunum gangandi og það getur orðið til þess að eitthvað komi út úr þeim.
Meðal verkefna sem verða í boði á þessu ári er hönnun á færslubúnaði fyrir litlar flugvélar, kortlagning lághita jarðhitasvæða á Reykjanesi, úttekt á skilyrði orkufyrirtækja til að uppfylla Svansmerkið og aflmælingar á rafbjögunarsíum. Styrkirnir eru til eins árs og að upphæð 250.000 kr. fyrir hvern nemanda.
Við skólann stundar fjöldinn allur af fróðleiksþyrstum og skapandi einstaklingum. Með því að veita nemendum tækifæri á að vinna verkefni í samstarfi við fyrirtæki er verið að ýta undir áhuga nemenda á náminu sem og ýta undir nýsköpun. Auk þess þá aukast líkurnar á að einstök verkefni verði að vörum og eða þjónustu. Þá myndast arðbær störf. Afleidd verkefni, eða Spin-off, fylgja auðvitað með í kjölfarið. Verkefna- og nýsköpunarsjóður Keilis mun nýtast dugmiklum og efnilegum nemendum sem fá enga fyrirgreiðslu í bönkum við að greiða skóla- og efnisgjöld.
Nánari upplýsingar um sjóðinn, verkefni og umsóknarfrest er að finna á heimasíðu Orku- og tækniskóla Keilis.