Fara í efni

Opið hús í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis

Tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis verða með opið hús og kynningu á háskólanámi í tæknifræði laugardaginn 27. maí kl. 13 - 16. Kynningin fer fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Hægt verður að skoða fullkomna verklega aðstöðu og sérhæfðar rannsóknarstofur, kynnast verkefnavinnu nemenda, fræðast um áhugaverð og hagnýt lokaverkefni, sjá stærstu iðnaðarþjarka á landinu en sambærilegir þjarkar eru meðal annars notaðir við bílaframleiðslu, og margt fleira. Þá verður formlega opnuð sérhæfð aðstaða fyrir rannsóknir og hönnun á vitvélum, róbotum og sjálfvirkum búnaði. 

Frábært tækifæri að kynnast hagnýtu háskólanámi í tæknifræði og starfi tæknifræðinga.