17.04.2012
Hinn árlegi opni dagur á Ásbrú verður haldinn á sumardaginn fyrsta næstkomandi, fimmtudaginn 19. apríl, kl. 13:00 - 16:00.
Hinn árlegi opni dagur á Ásbrú verður haldinn á sumardaginn fyrsta næstkomandi, fimmtudaginn 19. apríl, kl. 13:00 - 16:00.
Amerísk karnivalstemmning mun ráða ríkjum í kvikmyndaverinu Atlantic Studios þar sem fjölbreytt dagskrá verður í boði svo sem
Pollapönk, hoppukastalar, draugahús, leikjabásar, kynningar, andlitsmálun og margt, margt fleira.
Dagskráin byrjar kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00. Mætið tímanlega - það verður margt að prófa og skoða! Frítt er í
hoppukastalana og frí andlitsmálning en önnur skemmtun er á vægu verði í fjáröflunarskyni á vegum ýmissa
íþróttafélaga á Reykjanesi.
Keilir verður með opið hús
- Námskynningar hjá Háskólabrú, Flugakademíu, Heilsuskólanum og í tæknifræðinámi Keilis
- Geimferðastofnun NASA kynnir verkefni sín í Keili og sýnir geimbúning
- Klassart leikur ljúfa tóna milli 14-15
- Þú getur prófað að lenda flugvél í glæsilegum flughermi Flugakademíu Keilis
- ÍAK Einkaþjálfarar veita góð ráð og bjóða upp á hreyfigreiningar
- Tæknifræðin verður með opið hús, þar sem hægt er að fylgjast með efnafræðitilraunum
- Hægt að skoða stærstu róbóta á landinu teikna myndir
- Balletsýning hjá Brynballet
- Úrval skemmtilegra atburða
- Kakó og kökur í boði Skólamatar
- Allir velkomnir að skoða húsakynni Keilis
Dagskrá [PDF]