Fara í efni

Opinn dagur á Ásbrú

Árlegur opinn dagur verður haldinn á Ásbrú á sumardaginn fyrsta, 25. apríl næstkomandi.

Árlegur opinn dagur verður haldinn á Ásbrú á sumardaginn fyrsta, 25. apríl næstkomandi, kl. 13 - 16. 

Á tímum Varnarliðsins héldu íbúar árlegt karnival í fjáröflunarskyni. Íslendingar voru þá boðnir velkomnir í fjörið og gátu keypt amerískar vörur og tekið þátt í skemmtilegum karnivalleikjum. Nú höldum við Ásbrú karnival með svipuðu sniði og bjóðum alla velkomna til að skemmta sér og sínum.

Skólastemning í Keili

Komdu og kynntu þér skólastarfsemi Keilis. Kynningarbásar allra deilda skólans, en meðal annars verður boðið upp á að lenda flugvél í flughermi Flugakademíu Keilis, tæknifræðinám Keilis verður með opnar rannsóknarstofur þar sem þú getur kynnst efnafræði á lifandi og skemmtilegan hátt og komist að því hvernig eru vélmenni búin til. Bjarni töframaður skemmtir, Bryn Ballett Akademían sýnir dans kl. 14 og Snorri Helgason spilar kl. 14.30. Skúffukaka verður í boði Skólamatar svo lengi sem birgðir endast.

Karnivalstemning fyrir alla fjölskylduna í Atlantic Studios - Kvikmyndaverinu

  • Fjölbreytt úrval matarbása
  • Þrautir og leikir
  • Andlistmálning
  • Ingó Veðurguð syngur
  • Ný vatnsgusugræja
  • Draugahús
  • Chili&Pie keppni í boði sendiráðs Bandaríkjanna
  • Kynningar- og skemmtibásar
  • Leiktæki og hoppukastalar
  • Trúðar, blöðrukarl og uppákomur
  • Flugsýning Flugakademíu Keilis sem flýgur yfir svæðið
  • Ávaxtakarfan stígur á stokk
  • Bryn Ballet Akademían sýnir dans

Frumkvöðlasetrið Eldey

  • Opið hús hjá frumkvöðlum
  • Íslenskt hugvit og hönnun í frukvöðlasetrinu
  • Dúettinn Heiðar spilar
  • Létt stemming

Sporthúsið

  • Opið hús
  • Vörukynningar
  • DJ-Atli spilar
  • Sumarkort á frábæru tilboði og margt fleira.