Verið velkomin í karnivalstemninguna á Opna deginum á Ásbrú í Reykjanesbæ á Uppstigningardag, 5. maí næstkomandi.
Keilir verður með fjölbreytta og skemmtilega kynningarbása á námsframboði skólans í Atlantic Studios. Þar verður hægt að kynnast flugtengdu námi, prófa flughermi, skoða alvöru flughreyfil sem er notaður í flugvirkjanámi Keilis, skoða nemendaverkefni í tæknifræðinámi Háskóla íslands og Keilis, sjálfstýrð tæki og vélmenni, efnafræðitilraunir, fengið leiðsögn um útivistarbúnað og skoðað fjallabíla í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku, ásamt því að hitta námsráðgjafa og starfsfólk skólans.
Auk þess verða ýmisskonar uppákomur yfir daginn. Jónsi skemmtanastjóri er kynnir og tekur auðvitað lagið, Ævar vísindamaður gerir tilraunir, alvöru kafbátaleitarflugvél verður til sýnis og svo allt þetta venjulega sem er algjörlega nauðsynlegt til að búa til alvöru karnivalstemningu eins og kleinuhringjabíll, hoppukastali, draugahús, candy floss og kaffihúsastemning.