Fara í efni

Opinn dagur hjá Keili

Frá Opnum degi hjá Keili
Frá Opnum degi hjá Keili
Sumardaginn fyrsta síðastliðinn var opinn dagur hjá Keili og er áætlað að um 20.000 gestir hafi heimsótt svæðið yfir daginn. Sumardaginn fyrsta síðastliðinn var opinn dagur hjá Keili og er áætlað að um 20.000 gestir hafi heimsótt svæðið yfir daginn.


Mikill áhugi var á námi Keilis og íbúðum á Ásbrú. Fjölskylduratleikurinn teygði leiki sína um Ásbrúarsvæðið með góðri þátttöku og góðir vinningar í boði. Söguferðir með SBK um Ásbrú hrifu marga sem aldrei höfðu komið inn á þetta svæði áður. Baseball félög af höfuðborgarsvæðinu tóku fyrstu æfingu ársins utandyra, fornbílar spókuðu sig við Top of the Rock, Landhelgisgæslan "bjargaði" flugfreyjum Keilis með þyrlu.

Nýju vélmenni Keilis voru kynnt, efnafræðingur bjó til "kreppusælgæti" og fjölmörg fyrirtæki hér á Ásbrú kynntu sig. Stærsti slökkvibíll í heimi ásamt lögreglu-, sjúkra-, eiturefna- og körfubíl vöktu verðskuldaða athygli utan við Atlantic Studios  en inni sló Karnival með alls kyns leiktækjum og annarri skemmtun algjörlega í gegn. Þar var örtröð um tíma en börn jafnt sem fullorðnir skemmtu sér einstaklega vel og allt fór vel fram. 

Opinn dagur á Ásbrú er kominn til að vera. Talið er að hátt í 20.000 manns hafi sótt kynningar og skemmtanir þennan dag. Aðstandendur vilja þakka öllum sem lögðu hönd á plóg fyrir frábært samstarf. Áhersla er lögð á að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Gestir og sýnendur virðast hafa náð því marki. Undirbúningur að Opnum degi á næsta ári er þegar hafinn.

Starfsfólk og nemendur Keilis þakka öllum þeim sem heimsóttu skólann á þessum frábæra degi og hlökkum til að sjá ykkur að ári. 

Hægt er að sjá myndaalbúm frá Opna deginum hér.