Fara í efni

Opinn næringarfyrirlestur í kvöld

Ókeypis aðgangur í Keili í kvöld og live á netinu
Ókeypis aðgangur í Keili í kvöld og live á netinu
Í tilefni af Heilsuviku Reykjanesbæjar bjóða Keilir og Klemenz Sæmundsson öllum í heiminum uppá live fyrirlestur um næringu á 21. öldinni í kvöld, fimmtudaginn 30. september klukkan 20.00.

Í tilefni af Heilsuviku Reykjanesbæjar bjóða Keilir og Klemenz Sæmundsson öllum í heiminum uppá live fyrirlestur um næringu á 21. öldinni í kvöld, fimmtudaginn 30. september klukkan 20.00.

Fyrirlesturinn verður haldinn í Keili og allir velkomnir að koma en einnig verður hægt að nálgast hann í beinni útsendingu á netinu.

Smelltu hér til að sjá og heyra á fyrirlesturinn í beinni útsendingu.


Næring á 21. öldinni

Fyrirlesturinn mun fjalla um næringu á 21. öldinni. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið þá er íslenska þjóðin að fitna í stöðugum skrefum, 60% Íslendinga er of þungir og 20% eru of feitir. Algengasta dánarorsök Íslendinga er hjarta- og æðasjúkdómar og síðan krabbamein (margir af þeim lífsstílstengdir). Þetta er fyrirlestur fyrir venjulegan Íslending sem fyrst og fremst skilur ekkert í því hversvegna hann er að fitna og hvaða ráð til staðar til að snúa þeirri þróun við.

Fyrirlesturinn verður í höndum Klemenz Sæmundssonar, íþróttakennara, næringarfræðings B.Sc. og matvælafræðings B.Sc. Klemenz er mikill íþróttamaður, spilaði í efstu og næstefstu deild í knattspyrnu á Íslandi og Bandaríkjunum í 12 ár og á 10 maraþonhlaup að baki.