Keilir býður upp á röð hnitmiðaðra áfanga sem miðast við Aðalnámskrá framhaldsskólanna og byggja á fyrirlestrum, æfingum og verkefnum. Áfangarnir eru einungis kenndir í fjarnámi og geta nemendur skráð sig hvenær sem þeim hentar.
Áfangarnir skiptast upp í hæfnistig og undir hverju hæfnistigi eru fyrirlestrar, námsefni, æfingar og moodle verkefni. Þegar nemandi hefur lokið moodle verkefninu með einkunnina 5 eða hærra telst hann hafa náð því hæfnisstigi.
Heildarfjöldi vinnustunda nemanda eru 18 - 24 klst m.v. hverja einingu og þeir áfangar sem verða í boði til að byrja með eru allir 5 einingar. Það er því misjafnt hvað kennari ætlar nemendum í vinnustundir t.d. hlusta á fyrirlestra, lesa ítarefni, vinna verkefni, moodleverkefni o.þ.h. það er allt sem telur. Því er ekki hægt að segja til um nákvæmlega hversu margir fyrirlestrarnir eiga að vera. Nemendur hafa fjóra mánuði til að ljúka hverjum áfanga fyrir sig.
Hægt er að sækja námskeið í Hlaðborði Keilis hvar og hvenær sem er. Hver áfangi í Hlaðborðinu kostar 20.000 kr. og fer skráning fram á Innu. Nemendur hafa fjóra mánuði til að ljúka hverjum áfanga, frá því þeir skrá sig inn á Moodle.