02.01.2018
Nenad Milos hefur verið ráðinn í starf sérfræðings og kennara í tölvutækni og sjálfvirkni í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis.
Nenad lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og meistaragráðu í rafmagns- og vélaverkfræði frá Háskólanum í Edinborg. Fyrsta hluta verkfræðinámsins lauk hann við Háskólann í Reykjavík (HR). Nenad var á forsetalista HR og hlaut viðurkenningu við Háskólann í Edinborg fyrir besta námsárangur í sinni grein.
Nenad hefur m.a. reynslu af kennslu við Háskólann í Edinborg sem og hönnun, þróun og prófun á gervihnjám hjá Össuri hf.
Auk þess að sinna hlutverki leiðbeinanda við tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis, kennir Nenad meðal annars námskeiðin Forritun I - III og Tölvuhögun við tæknifræðinámið.