Fara í efni

Ráðstefna um afþreyingarferðamennsku á Íslandi

Keilir, ásamt Ferðamálastofu og fleiri aðilum, standa fyrir ráðstefnu um afþreyingarferðamennsku á Íslandi 28. apríl næstkomandi.
 

Ráðstefna um afþreyingarferðamennsku á Íslandi: Menntun, gæði og aukin framlegð í ferðaþjónustu

Ráðstefnan er á vegum Keilis sem býður upp á átta mánaða leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á háskólastigi í samstarfi við Thompson Rivers University í Kanada. Auk Keilis koma að ráðstefnunni Ferðamálastofa, NATA - North Atlantic Trade Association, ATTA - Adventure Tourism Trade Association, Thompson Rivers University í Kanada og Markaðsstofa Reykjaness. Léttar veitingar í lok ráðstefnunnar þar sem gestum gefst tækifæri á að kynna sér menntun í ferðaþjónustu og framboð í ævintýraferðamennsku á Íslandi.
 
Í framhaldi af ráðstefnunni bjóða ATTA og Ferðamálastofa upp á tveggja daga vinnustofu um afþreyingarferðamennsku 29. - 30. apríl. Nánari upplýsingar og skráning á vinnustofuna má finna á heimasíðu Ferðamálastofu.
 

Dagskrá ráðstefnunnar 28. apríl

  • The Adventure Tourism Industry: Observations from Canada
    Ross Cloutier, Chair of the Adventure Studies Department at Thompson Rivers University, Canada
  • Tour Guide Competencies and Training Needs: Focusing on Icelandic outdoor activity company
    Paavo Olavi Sonninen, sölustjóri hjá Arctic Adventures og MSc í Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands
  • Menntun, gæði og öryggi í uppbyggingu fyrirtækis í ævintýraferðaþjónustu
    Jón Kristinn Jónsson, eigandi Amazing Tours Iceland
  • Greining menntunar í ferðaþjónustunni: Kynning á skýrslu KPMG um stöðu menntunar í ferðaþjónustu á Íslandi
    Sævar Kristinsson, Verkefnastjóri ráðgjafarsviðs KPMG

Skráning og nánari upplýsingar

Ráðstefnan verður haldin í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 28. apríl kl. 15 - 18. Ekkert þátttökugjald er á ráðstefnuna. Skráning hér.

Fyrirlesarar og framsöguerindi

The Adventure Tourism Industry: Observations from Canada
Keynote Speaker: Ross Cloutier, Chair of the Adventure Studies Department at Thompson Rivers University, Canada
 
The adventure tourism industry has come a long ways over the last 40 years in becoming a global economic development force. This presentation will focus on the adventure tourism industry?s development, its current impact, its potential in new destinations, and the issues it faces today and in the future in mature destinations. Using the Canadian adventure tourism industry as a case study this session will provide insights into how adventure tourism has developed in that market and the characteristics and issues of today?s realities. The intent is to create discussion about the development of adventure tourism in Iceland.
 
Tour Guide Competencies and Training Needs: Focusing on Icelandic outdoor activity company
Speaker: Paavo Olavi Sonninen, Sales Manager at Arctic Acdventures and MSc in Human Resource Management from University of Iceland
 
Companies face changes and demands from business environment, which can cause training and development needs. Training and development actions are aimed to enhance individual competencies, which can be defined as skills, knowledge, behaviour, attitudes and values. The actions must be aligned with the company strategy to ensure transfer of training. This can be done by following a four step human resource development cycle. First, to conduct a training needs analysis. Second, to design correct training actions. Third, to deliver training actions. Finally, the training actions must be evaluated. In a training needs analysis the actual competency levels are compared to the expected levels, to determine any possible training and non-training needs. In addition competencies can be classified according to Nordhaug´s competency typology, based on the levels of task, firm or industry specificity. This book provides a useful tool for company management how to determine required competencies and reveal possible training and development actions. Furthermore bring insight how to save resources on recruiting, training and retention processes.
 
Fyrirtæki standa frammi fyrir miklum breytingum og kröfum frá innra og ytra viðskiptaumhverfi. Sumar af þeim breytingum ýta undir þróun og aukna þörf fyrir þjálfun innan fyrirtækis. Þjálfunar- og þróunaraðgerðir miða að því að auka hæfni einstaklinga, sem skilgreind er sem færni, þekking, hegðun, viðhorf og gildismat. Þessar aðgerðir verða að vera í samræmi við stefnu fyrirtækisins til að tryggja árangur þjálfunar. Þetta má gera með því að fylgja fjögurra skrefa ferli mannauðsþróunar. Fyrst er þarfagreining gerð til að ákvarða æskilega og núverandi hæfni. Annar áfangi leggur áherslu á að hanna raunhæfar þjálfunaraðgerðir, þar sem rangar og illa framkvæmdar aðferðir eru dýrar. Þriðja skrefið er að innleiða aðgerðirnar. Að lokum er síðasti áfanginn að meta ferlið til að sjá hvort settum markmiðum var náð.Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta hvort þörf er fyrir aukna þjálfun meðal leiðsögumanna fyrirtækisins Arctic Adventures, og að auki hvort aukin löggjöf mun í framtíðinni skapa þjálfunarþarfir hjá fyrirtækinu. Þetta var gert með því að framkvæma þarfagreiningu.. Með því að bera saman nauðsynlega og núverandi hæfni var hægt að ákvarða mögulega þörf fyrir þjálfun og aðrar aðgerðir.. Settur var saman hópur leiðsögumanna úr ýmsum áttum vegna fjölbreytileika starfs þeirra en á hverjum degi verða leiðsögumenn að vinna sína vinnu með gæði og öryggi í fyrirrúmi. Þar að auki er efnið áhugavert vegna núverandi og tilvonandi löggjafar og staðla í ferðaþjónustu. Niðurstöðurnar sýndu mikla hæfni meðal leiðsögumanna sem ferðast um í náttúru landsins. Sumir hæfniþættirnir tengdust ferðaþjónustu almennt og gætu því nýst í öðrum löndum og fyrirtækjum. Þarfagreiningin leiddi einnig í ljós þörf fyrir aukna þekkingu á ýmsum sviðum. Yfir heildina var hæfni leiðsögumanna góð og lítill munur manna á milli. En einnig kom í ljós að þörf er fyrir sérmenntun innan íslenska ferðamannaiðnaðarins, betri samvinnu innan greinarinnar og betri samskipti milli stjórnvalda og ferðaþjónustufyrirtækja. Núverandi viðmið stjórnvalda þóttu ekki hæfa og skorta dýpt.