Fara í efni

Ráðstefna um innleiðingu vendináms í skólum

Keilir stendur fyrir ráðstefnu um hlutverk kennara og skólastjórnenda í innleiðingu vendináms og vinnubúðir um notkun vendináms í skólastarfi, fimmtudaginn 8. júní kl. 13:00 - 16:00.
 
Ráðstefnan er styrkt af Nordplus Junior Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar og er liður í samstarfsverkefni skóla í Eistlandi, Finnlandi, Danmörku og á Íslandi. Verkefnið, sem hófst í ágúst 2016 og lýkur í ágúst 2017, gengur út á að setja saman Norrænt samstarfsnet sérfræðinga og kennara sem nýta vendinám í kennslu. Meðal framsögumanna á ráðstefnunni verða:
 
  • Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóri innleiðingar spjaldtölva í Kópavogsbæ
  • Marika Toivola, kennari við Háskólann í Turku í Finnlandi og umsjónarmaður síðunnar: www.flippedlearning.fi
  • Peter Holmboe, kennari við Háskólann í Suður Danmörku og umsjónarmaður síðunnar: www.flippedlearning.dk 
  • Hanne-Lene Hvis Dreesen, kennari við Háskólann í Suður Danmörku
  • Ívar Valbergsson, kennari í vélstjórn hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Flippari ársins 2017
  • Hjördís Alda Hreiðarsdóttir, íslenskukennari í Háskólabrú Keilis
  • Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri NÚ skólans í Hafnarfirði
  • Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis
  • Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari við Menntaskólann á Tröllaskaga
  • Hjördís Alda Hreiðarsdóttir, íslenskukennari við Háskólabrú Keilis

Ráðstefnan verður haldin í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Allir velkomnir.