Fara í efni

Rússnesk heimsókn

Rússar í heimsókn
Rússar í heimsókn
Í dag, þriðjudag, kom hópur rússneskra flugsérfræðinga í heimsókn til Keilis.  Í októbermánuði mun dvelja á Ásbrú um 40 manna hópur frá Sukhoi flugvélaframleiðandanum. 

Í dag, þriðjudag, kom hópur rússneskra flugsérfræðinga í heimsókn til Keilis.  Í októbermánuði mun dvelja á Ásbrú um 40 manna hópur frá Sukhoi flugvélaframleiðandanum. 

Með í för hafa þeir tilraunaútgáfu af nýjustu farþegaþotu Sukhoi – tæplega 100 manna vél af gerðinni Sukhoi Superjet 100.  Áður en framleiðsla hefst þarf að framkvæma miklar tilraunir og reyna á vélina af alvöru.  Í vöxt hefur færst að flugvélaframleiðendur komi til Íslands til að reyna nýjar vélar.  Á einu ári hafa Airbus og Boeing komið hingað og núna Sukhoi. 

Eftir heimsókn Keilisfólks um borð í tilraunavélina bauð Keilir forsvarsmönnum hópsins í heimsókn til sín til að skoða vélar Keilis og kynnast starfssemi fyrirtækisins.  Heimsókn þessi gæti verið upphaf frekara samstarfs milli aðila.