Það tekur einungis 20 mínútur að keyra á Ásbrú af höfuðborgarsvæðinu og nemendur Keilis sem búa á höfuðborgarsvæðinu fá strætókort á sama verði og innanbæjargjald í Reykjavík. Athugið að þetta gildir eingöngu fyrir nemendur í staðnámi sem eru búsettir utan Suðurnesja.
Þann 1. janúar 2015 hóf Strætó áætlunarferðir milli höfuðborgarsvæðisins og Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar á heimasíðu Strætó. Keilir hefur náð samningum við Strætó um samgöngukort sem gildir til og frá höfuðborgarinnar fyrir nemendur skólans.
Fyrir nemendur Keilis sem nýta sér áætlunarferðir Strætó
Á komandi skólaári mun Keilir greiða þann kostnað sem fer umfram kostnað nemakorts á höfuðborgarsvæðinu (gjaldsvæði 1). Í dag er kostnaður samgöngukorts fyrir gjaldsvæði fjögur 234.800 krónur. Samkvæmt gjaldskrá strætó er árskort nemenda 58.700 krónur sem er sú upphæð sem nemandi greiðir sjálfur. Kortið gildir í tólf mánuði.
Ef þú ert nemandi í staðnámi hjá Keili,býrð á höfuðborgarsvæðinu og hyggst nota almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Ásbrúar þarft þú að:
- Fara inn á heimasíðu Strætó og velja ?Samgöngukort?. Greiðslum er hægt að dreifa á greiðslukorti en það þarf að greiða fulla upphæð fyrir kortið í upphafi.
- Nemandi sækir svo um endurgreiðslu hjá Keili með því að senda póst á keilir@keilir.net og tilgreina nafn, kennitölu, bankareikning og senda með þessu kvittun fyrir greiðslu.
Nemendur Keilis njóta því sömu kjara og nemendur á höfuðborgarsvæðinu hvað samgöngur varðar. Kortin gilda einnig innanbæjar í Reykjavík.
Nánari upplýsingar um nemakort má nálgast á heimasíðu Strætó og leiðabækur fyrir áætlunarferðir Stætó á Suðurnesjunum hér. Frítt er í strætisvagna í Reykjanesbæ sem gengur samkvæmt áætlun um öll hverfi bæjarins.
Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu Keilis ef þið hafið spurningar eða athugasemdir á keilir@keilir.net.
UPPLÝSINGAR FRÁ STRÆTÓ 17.08.16
Ekki er hægt að kaupa Samgöngukort milli gjaldsvæða, þetta er tímabilsástand sem verið er að laga.
Í millitíðinni getur fólk keypt 9 mánaða kortið (kostar það sama) og eftir að greiðslu er lokið á heimasíðu þarf viðkomandi að senda póst á solveiga@straeto.is með upplýsingum um nafn, kt og skóla. Breytir strætó þá í Samgöngukort þegar kortið er prentað.