Fara í efni

Samstarf Fisktækniskóla Íslands og Keilis

Ólafur Jón Arnbjörnsson og Hjálmar Árnason
Ólafur Jón Arnbjörnsson og Hjálmar Árnason
Fisktækniskóli Íslands og Keilir hafa undirritað samning um nánara samstarf milli þessara tveggja menntastofnana sem tekur meðal annars til þróunar á sjávarútvegstengdu námi og aukinna möguleika á framhaldsnámi fyrir nemendur Fisktækniskólans á framhalds- og háskólastigi.
 
Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, og Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskólans, undirrituðu samninginn í blíðskaparveðri á lóð Kvikunnar við Grindarvíkurhöfn þann 14. apríl síðastliðinn.
 
Samtarfið mun taka mið af námsbrautum Fisktækniskólans á sjávarútvegstengdu sviði og tæknifræðinámi Háskóla Íslands á vettvangi Keilis, þar sem mikil áhersla er lögð á sjálfvirkni, iðnstýringar og þróun vinnslutækni. Þá tekur samningurinn einnig til samstarf um háskólabrúarnám fyrir nemendur Fisktækniskólans og þróun kennslu og nýrra kennsluhátta, meðal annars í vendinámi.
 
Að sögn Ólafs Jóns og Hjálmars, mun aukið samstarf þessara tveggja skóla eflt bæði nám og kennslu, auk þess að styrkja tengsl skólanna við atvinnulífið á svæðinu. Þá munu nemendur njóta góðs af samstarfinu með auknu og fjölbreyttara framhaldsnámi.
 
Mynd: Ólafur Jón Arnbjörnsson og Hjálmar Árnason við undirritun samningsins