Keilir og Matorka hafa undirritað samstarfssamning með það að markmiði að efla tengsl fyrirtækjanna á sviði rannsókna og þróunar. Þeim markmiðum hyggjast fyrirtækin ná með:
- Nemendaverkefnum.
- Reglulegum kynningarfundum, þ.m.t. vísindaferðum.
- Störfum fyrir nemendur eftir aðstæðum hverjum sinni.
- Möguleikum á að nýta rannsóknaraðstöðu Keilis.
- Þróunarverkefnum í samstarfi fyrirtækjanna.
- Þátttöku í klasastarfi um þróun námsbrauta í líftækni.
Fram kom í máli Stefaníu Katrínar Karlsdóttur frá Matorku að eftirspurn í heiminum eftir fiskmeti næmi í framtíðinni milljónum tonna. Viðbótin kæmi að minnstu leyti úr hafinu og muni fiskeldi gegna þar lykilhlutverki. Matorka hyggst vera með í þeirri uppbyggingu og nýta hinar einstöku aðstæður á Reykjanesi þar sem veituorkan frá Svartsengi skapar einstakar aðstæður. Matorka mun nýta sér þær aðstæður og koma upp mjög vistvænu kerfi til framleiðslu á nokkrum tegundum fiskar, s.s. laxi, bleikju og fleiri tegundum. Stefnt er að árlegri framleiðslu upp á 3.000 tonn.
Í máli Hjálmar Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis koma fram að samningur þessi væri í samræmi við tilganginn með starfi Keilis, þ.e. að vinna náið með fyrirtækjum til að efla verðsmætasköpun og þróa nýsköpun. Fyrirtækin geta nýtt sér hinn góða tækjabúnað Keilis en geta einnig unnið með nemendum í tæknifræðinni að raunhæfum verkefnum. Samstarfið við Matorku er kjörinn vettvangur til þess. Slíkt fyrirkomulag er til hagsbóta fyrir alla aðila, fyrirtækin og ekki síst nemendur sem þannig fá að vinna að lifandi verkefnum. Hjálmar vakti einnig athygli á því að á Reykjanesi væri að verða til sterkur líftækniklasi og að Keilir væri með í undirbúningi, í samtarfi við líftæknifyrirtækin á svæðinu, að byggja upp nýja námsbraut á sviði líftækni.
Á meðfylgjandi mynd skrifa þau Stefanía K. Karlsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar Matorku og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, undir samstarfssamninginn milli Matorku og Keilis.