Keilir Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs og Reykjanes jarðvangur gerðu með sér á dögunum samstarfssamning um þróun fræðslu, námskeiða og alþjóðlegra samstarfsverkefna.
Markmið samstarfsins er að skapa vettvang fyrir frekari framþróun fræðsluverkefna innan Reykjanes jarðvangs. Verkefnunum er ætlað að byggja upp sjálfbæran áfangastað, efla fræðslu um jarðvanginn, efla fræðslu og læsi í náttúruvísindum ásamt því að stuðla að auknum gæðum og virðisauka í ferðaþjónustu
Samningurinn veitir Keili umboð til frumkvæðis í könnun á tækifærum til nýsköpunar í fræðslu og menntamálum innan jarðvangsins ásamt því að leggja til og meta innlend sem erlend samstarfsverkefni sem koma á borð jarðvangsins. Reykjanes jarðvangur hlýtur að sama skapi aðgang að sérfræðingum þróunarsviðs Keilis.