18.02.2010
Miðvikudaginn 18. nóvember, skrifuðu fulltrúar Keilis og Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar undir samstarfssamning um Menntastoðir. Um er
að ræða nám sem er 50 einingar á framhaldsskólastigi. Markmið Menntastoða er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna
til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur
læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Helstu námsgreinar eru stærðfræði, íslenska, upplýsingatækni, enska og
danska.
Kennsluhættir Menntastoða miða við þarfir fullorðinna nemenda og leitast er við að veita nemendum góða þjónustu. Þannig skipa
sjálfsefling, námstækni og hópefli stóran sess í skólastarfinu. Hægt er að sækja um styrki hjá stéttarfélögum
fyrir skólagjöldum. Jafnframt styrkir Vinnumálastofnun þá nemendur sem eru án atvinnu, eftir að gengið hefur verið frá
námssamningi.
Þeir nemendur sem ljúka námi í Menntastoðum eiga kost á því að sækja um nám á Háskólabrú
Keilis.
Nám í Menntastoðum er nú í boði hjá Símenntunarstöð Eyjafjarðar og Miðstöð símenntunar á
Suðurnesjum. Nú stunda tæplega 120 manns nám í Menntastoðum, um áramót hafa rúmlega 60 manns lokið námi og gefst þeim
þá tækifæri til að sækja um nám á Háskólabrú.