Fara í efni

Samstarf milli Keilis og NÚ

Kristján Ómar Björnsson og Hjálmar Árnason voru kátir við undirritun samstarfssamningsins
Kristján Ómar Björnsson og Hjálmar Árnason voru kátir við undirritun samstarfssamningsins

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Keilis og sem er nýr grunnskóli í Hafnarfirði. Samningur þessi felur í sér alhliða samstarf um nýsköpun í kennsluháttum, nýja nálgun á skólastarfi, brú á milli skólastiga og almenn atriði í námi.

Að sögn Kristjáns Ómars Björnssonar, heilsustjóra NÚ, og Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis, eiga skólarnir það sammerkt að vera ungir en með þann ásetning að brjóta upp hefðir í skólastarfi. Hið gamla kerfi er gífurlega íhaldssamt í eðli sínu og erfitt að ná fram breytingum á skólastarfi. Fyrir vikið fer skólaleiði almennt mjög vaxandi.

Þessu vilja Keilir og NÚ breyta með því að innleiða aðra og róttæka nálgun á námsferlinu sem hefur það að markmiði að styðja einstakling en umfram allt að endurvekja gleði í námi þar sem kostir upplýsingasamfélagsins eru nýttir á gagnrýninn hátt. Samstarf í millum skólanna mun styrkja báða aðila í þeirri viðleitni.