Dr. Karl Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður tæknifræðináms Orku- og tækniskóla Keilis, Professor Wojciech Górecki, Forseti Jarðvísindadeildar AGH og Dr. Zbigniew K?kol, Rektor AGH.
Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Orku- og tækniskóla Keilis og AGH tækniháskólans í Kraká í Póllandi. Rektor AGH, Zbigniew K?kol, og forstöðumaður tæknifræðináms Keilis, Karl Sölvi Guðmundsson, undirrituðu samninginn á Ásbrú.
Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Orku- og tækniskóla Keilis og AGH tækniháskólans í Kraká í Póllandi. Rektor AGH, Zbigniew K?kol, og forstöðumaður tæknifræðináms Keilis, Karl Sölvi Guðmundsson, undirrituðu samninginn á Ásbrú.
Rektor og forseti Jarðvísindadeildar AGH heimsóttu Keili í lok september að kynna sér tæknifræðinám Keilis og nýtingu jarðhitaorku á Suðurnesjum. Á meðan á dvölinni stóð skoðuðu þeir meðal annars rannsóknaraðstöðu Keilis, Kadeco, jarðhitaorkuver HS-Orku í Svartsengi og Jarðvísindadeild Háskóla Íslands.
Í sumar hafa hópar pólskra nemenda frá AGH dvalið á Ásbrú og unnið verkefni sem tengjast endurnýjanlegum orkugjöfum og nýtingu Íslendinga á jarðhita, ásamt því að fara í vettvangsferðir í orkuver, stofnanir og jarðhitasvæði á svæðinu. Forsvarsmenn AGH lýstu yfir miklum áhuga að senda fleiri nemendur á næstu árum til að dvelja á Ásbrú, í nánu samstarfi við Keili og orkufyrirtæki á Suðurnesjum, en meðal þess sem rætt hefur verið er að nemendur skólans nýti þá rannsóknaraðstöðu og sérfræðiþekkingu sem Orku- og tækniskólinn býr yfir. Auk þess gerir samstarfssamningurinn ráð fyrir möguleika á nemenda- og starfsmannaskiptum, ásamt sameiginlegri þátttöku skólanna í alþjóðlegum verkefnum og rannsóknum sem tengjast orkunýtingu og tæknifræðinámi.
AGH er einn virtasti tækniháskóli í Póllandi og stunda yfir 35.000 nemendur nám við skólann. Skólinn hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að byggja upp nám sem tengist endurnýjanlegri orku og nýtingu á jarðhita, og er því góður grunnur fyrir nánu samstarfi við tæknifræðinám Orku- og tækniskóla Keilis í framtíðinni.
Orku- og tækniskóli Keilis býður upp á fjölfaglegt og hagnýtt BSc tæknifræðinám á háskólastigi sem veitir útskrifuðum nemum rétt til að sækja um lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur. Námið ?éttar saman bóklegt nám og verkefnavinnu sem byggir að miklu leyti á raunverulegum atvinnutengdum verkefnum. Markmið okkar er að útskrifa nemendur með framúrskarandi þekkingu og færni á sínu kjörsviði ásamt því að hafa náð að virkja og efla sköpunargleðina. Tæknifræðinámið tekur þrjú ár og er boðið er upp á námið í samstarfi við Háskóla Íslands.