16.05.2012
Keilir, Reykjanesbær og NemaForum hafa gerst með sér samstarfssamning um að innleiða hugbúnað NemaForum í starf skólanna.
Keilir, Reykjanesbær og NemaForum hafa gerst með sér samstarfssamning um að innleiða hugbúnað NemaForum í starf skólanna. Hugbúnaður þessi hefur verið í þróun í fjölda ára undir forystu hjónanna Ástu Ragnarsdóttur og Valgeirs Guðjónssonar. Honum er ætlað að styðja vel við bakið á nemendum í námi sínu. Um er að ræða þróun á þessum gagnmerka hugbúnaði og verður athyglisvert að fylgjast með gangi mála. Á myndinni eru samstarfsaðilar að lokinni undirskrift.