08.11.2011
Orku- og tækniskóli Keilis vinnur nú að mælingum á framleiðslu og framleiðsluferli verksmiðju Carbon Recylcing International (CRI) í Svartsengi.
Orku- og tækniskóli Keilis vinnur nú að mælingum á framleiðslu og framleiðsluferli verksmiðju Carbon Recylcing International (CRI) í Svartsengi.
Verksmiðjan breytir koltvísýringsútblæstri frá jarðvarmavirkjuninni við Svartsengi í metanól, fljótandi eldsneyti fyrir bíla og önnur faratæki. Notast er við gasgreini skólans (GS-MS) en með honum er mögulegt að mæla hreinleika metanóls og magngreina gastegundir í afgasi virkjunarinnar svo sem koltvísýrung (CO2), brennisteinsvetni (H2S), metan (CH4).
Undanfarin ár hefur Orku- og tækniskóli Keilis unnið að uppsetningu rannsóknar- og kennsluaðstöðu í efnafræði í tengslum við háskólanám í tæknifræði við skólann. Egill Þórir Einarsson er stofustjóri Efnafræðistofu Orku- og tækniskóla Keilis. Samkvæmt honum er samstarfið við CRI liður í því að efla rannsóknir við skólann. "Það er klárlega tækifæri í að nýta aðstöðu og rannsóknartæki skólans í ýmis konar rannsóknir fyrir fyrirtæki og iðnað. Það er þörf fyrir sjálfstæða og sveigjanlega efnafræðiþjónustu, sem getur greint ólífræn og ýmis lífræn efnasambönd." Samkvæmt áliti Egils eru miklir möguleikar fyrir þjónustuaðila, sem getur annast alhliða efnagreiningar fyrir fyrirtæki, jafnt á Reykjanesinu sem og utan svæðisins.
Nánari upplýsingar um efnafræðistofu Orku- og tækniskólans má nálgast hér.