Cooper Union í New York í Bandaríkjunum hefur á undanförnum árum komið að samstarfsverkefni með tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis þar sem skoðað er hvernig nýta má affall heitavatns til að hraða plöntuvöxt. Rannsóknirnar og samstarfsverkefnið er leitt af prófessor Robert Dell við Cooper Union háskólann.
William Foley, frá Cooper Union sem hefur komið að þessu verkefni, vann nýverið til verðlauna fyrir bestu framsöguna á Geothermal Resources Council Annual Conference 2015. Fyrirlestur hans fjallaði um hönnun hans á sjálfstýrðum vökvunarbúnaði ?Autonomous Irrigation and Control System? en kerfið er sérstaklega hannað fyrir ylræktargarða á Íslandi og upphitaða garða á þökum bygginga í New York.
Hægt er skoða upptöku af fyrirlestri William Foley hér.
Ræktun í upphituðum jarðvegi
Á Suðurnesjum og víða um Ísland á gróður erfitt uppdráttar. Markmið verkefnisins er að skoða hvort hægt sé að nota affallsvatn húsa til að hita upp jarðveg og gefa gróðri þannig betra tækifæri til að komast á legg og nýta með því betur þá orku sem annars færi til spillis.