Fara í efni

Samtök iðnaðarins í heimsókn

Í dag fékk Keilir góða heimsókn.  Um var að ræða fulltrúa frá Samtökum iðnaðarins undir forystu Orra Haukssonar, framkvæmdastjóra. 

Í dag fékk Keilir góða heimsókn.  Um var að ræða fulltrúa frá Samtökum iðnaðarins undir forystu Orra Haukssonar, framkvæmdastjóra. 

Tilgangurinn var að kynna sér námsframboð Keilis í tæknifræði.  Fram kom að atvinnulífið kallar mjög eftir tæknimenntuðu fólki.   Samtök iðnaðarins leggja því þunga áherslu á að efla slíka menntun.  Töldu þau uppbyggingu Keilis á tæknifræðináminu falla einkar vel að þessum áherslum.

 

Á myndinni má sjá fulltrúa SI og Keilis að loknum fundinum.