28.02.2011
Þann 24. febrúar fengum við góða heimsókn til Keilis. Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, kom ásamt fríðu
föruneyti.
Þann 24. febrúar fengum við góða heimsókn til Keilis. Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, kom ásamt fríðu föruneyti.
Þetta var fyrsta heimsókn hans á Ásbrú síðan hann var settur í embætti. Var farið með sendiherrann um Ásbrú undir leiðsögn Guðmundar Péturssonar hjá ÍAV-þjónunstu en hann þekkir vallarsvæðið betur en flestir aðrir. Þá kom sendiherrann í Keili, skoðaði aðstæður og átti fund með framkvæmdastjóra. Teljum við okkur eiga góðan bandamann þar sem fer Luis E. Arreaga, sendiherra. Húsnæði Keilis þjónaði áður sem framhaldsskóli fyrir börn varnarliðsmanna.Á myndinni er f.v.: Laura J. Gritz frá sendiráðinu, Luis E. Arreaga, sendiherra; Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis; Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri ÍAV-þjónustu og Helga Magnúsdóttir frá bandaríska sendiráðinu.