Fara í efni

Sendiherra BNA í heimsókn

Þann 24. febrúar fengum við góða heimsókn til Keilis. Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, kom ásamt fríðu föruneyti. 

Þann 24. febrúar fengum við góða heimsókn til Keilis. Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, kom ásamt fríðu föruneyti. 

Þetta var fyrsta heimsókn hans á Ásbrú síðan hann var settur í embætti. Var farið með sendiherrann um Ásbrú undir leiðsögn Guðmundar Péturssonar hjá ÍAV-þjónunstu en hann þekkir vallarsvæðið betur en flestir aðrir. Þá kom sendiherrann í Keili, skoðaði aðstæður og átti fund með framkvæmdastjóra. Teljum við okkur eiga góðan bandamann þar sem fer Luis E. Arreaga, sendiherra. Húsnæði Keilis þjónaði áður sem framhaldsskóli fyrir börn varnarliðsmanna.

Á myndinni er f.v.: Laura J. Gritz frá sendiráðinu, Luis E. Arreaga, sendiherra; Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis; Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri ÍAV-þjónustu og Helga Magnúsdóttir frá bandaríska sendiráðinu.