05.04.2021
Slakað verður á samkomutakmörkunum í skólum eftir páska og getur staðnám hafist að nýju á öllum skólastigum með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Framkvæmdastjórn Keilis árétta eftirfarandi:
- Það er grímuskylda í sameiginlegum rýmum.
- Sóttvarnir verða hertar enn frekar í mötuneyti (til að mynda verður sérstaklega hugað að sameiginlegum snertiflötum)
- Settar verða upp fleiri áminningar um handþvott og spritt.
- Þá er ítrekað að nemendur, starfsfólk og kennarar haldi sig heima við finni það fyrir einhverjum einkennum.
Samkomutakmarkanir í framhaldsskólum
- Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 30.
- Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella.
- Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma.
- Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
Gildistími reglugerðarinnar er frá 1. apríl til og með 15. apríl. Nánari upplýsingar má finna hér.