Fara í efni

Skortur á tæknimenntuðu fólki

Enn berast fréttir af því að atvinnulífið auglýsi eftir fólki með tæknimenntun.

Enn berast fréttir af því að atvinnulífið auglýsi eftir tæknimenntuðu fólki. Samkvæmt Svönu Helen Björnsdóttur, formanni stjórnar Samtaka iðnaðarins mun skortur á starfsfólki með tæknimenntun að óbreyttu hægja á hagvexti og uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Íslensk fyrirtæki þurfa mörg hver að flytja starfsemi úr landi eða að takmarka umsvifin á Íslandi. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun og styðja við nýsköpunarstarf fyrirtækja.

Í nýlegri könnun SI meðal 400 fyrirtækja eru sterkar vísbendingar um að atvinnulífið muni árlega skorta um 1.000 raunvísinda-, tækni- og verkfræðimenntaða starfsmenn næstu árin. Til að komast út úr efnahagsáföllum síðustu ára og viðhalda velferð og lífsgæðum þurfum við viðvarandi hagvöxt. Undirstaðan er fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á þekkingu og hugviti sem skapa verðmæti til útflutnings. Nýsköpun, öflugt rannsóknar- og þróunarstarf og hæft starfsfólk er nauðsynleg forsenda þess.

Hægt er að horfa á viðtal við Svönu og Finn Oddsson, aðstoðarforstjóra Nýherja, í viðtalsþætti Geirs Haarde á ÍNN hér.

Keilir býður uppá stutt og hagnýtt tæknifræðinám (BS gráða) í nánu samstarfi við atvinnulífið. Tekið er við umsóknum um nám á vorönn 2013 til 10. desember næstkomandi. Kynnið ykkur námið á www.keilir.net/kit