Fara í efni

Skráning á ráðstefnu um vendinám

Keilir stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu og vinnubúðum um vendinám og er ráðstefnan liður í Erasmus+ verkefninu "FLIP - Flipped Learning in Praxis". Sérstakir gestir ráðstefnunnar verða Jonathan Bergmann og Aaron Sams, forsprakkar vendinámsins í Bandaríkjunum og höfundar bókarinnar Flip Your Classroom. Í kjölfar ráðstefnunnar gefst þátttakendum kostur á að sækja vinnubúðir þar sem þeir geta prófað sig áfram í tæknimálum og kennsluháttum, ásamt því hvernig þeir eiga að undirbúa námsefni og kennslustundir í vendinámi.

Ráðstefnan verður haldin 14. apríl í Keili á Ásbrú og vinnubúðirnar með Jonathan og Aaron þann 15. apríl á sama stað. Nánari upplýsingar og dagskrá verður birt síðar.