Fara í efni

Skyndihjálp starfsfólks Keilis

Starfsfólk Keilis sat eftir hádegi í dag á námskeiði í skyndihjálp. Rúnar Helgason stýrði því af skörungsskap. Starfsfólk Keilis sat eftir hádegi í dag á námskeiði í skyndihjálp. Rúnar Helgason stýrði því af skörungsskap.

Daglega sækja hundruð manna  til Keilis bæði nemendur og starfsfólk. Líkur á að eitthvað kunni að koma óvænt fyrir einhvern úr hinum stóra hópi eru nokkuð miklar. Reyndar hafa slík tilvik komið upp. Við viljum vera við því búin. Þess vegna keypti Keilir nýlega hjartastuðtæki og þess vegna sat starfsfólk á skyndihjálparnámskeiðinu í dag. Á meðan reyndi framkvæmdastjórinn að sinna afgreiðslu. Fer misjöfnum sögum af frammistöðu hans á því sviði.