Dagana 26. - 29. maí fara fram varnir lokaverkefna hjá útskriftarnemum í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Kynningarnar fara fram í aðalbyggingu Keilis og eru öllum opnar nema annað sé tekið fram.
- Heiti verkefnis: Adjusting and Logging Rheo Knee Parameter Values Using a Smartphone Application
- Nemandi: Thomas Andrew Edwards
- Tímasetning: Föstudagur 29. maí, kl. 11:30
Lýsing: Kynnt er hönnun smáforrits (e. application or app) fyrir snjallsíma sem getur haft samskipti við Rheo hnéið með Bluetooth samskiptum. Rheo hné er gervileggur framleiddur af Össur fyrir fólk sem misst hefur fótlegg fyrir ofan hné. Smáforritið býður uppá möguleika til að senda gögn og breytur frá Rheo Knee í töflu gagnagrunn frá Google auk þess að geta stillt breytur inní Rheo hnénu. Stillingar á þessum breytum hafa áhrif á mótstöðumyndun í Rheo hnjáliðnum. Breyturnar fyrir mótsöðustillingarnar eru notaðar til að stilla hversu mikið hnéið beygjist eftir að stigið er í fótinn og einnig hversu mikið högg finnst þegar réttist úr hnénu í sveiflu.
Hægt er að nota smáforritið til þess að stilla þessar breytur með því að breyta staðsetningu bendils í gagnvirku, tvívíðu myndriti. Upphaflegu aðferðinni, sem notuð var til þess að tengja breyturnar við myndritið er lýst og próf á henni framkvæmd. Niðurstöðurnar úr þeim prófunum eru notaðar sem viðmið til að betrumbæta aðferðina. Einnig er rætt um skilvirkni aðferðarinnar sem smáforritið notar til þess að senda gögn í miðlægann gagnagrunn.
Marga eiginleika úr þessu smáforriti væri hægt að nota til hliðsjónar við gerð á smáforriti sem hafa ætti svipaða eiginleika, ætlað fyrir notendur. Þetta væri hægt að gera sem viðbót við forritið sem skrifað var, eða nota svipaðar aðferðir og kynntar voru í þessu verkefni.