21.03.2012
Keilir hefur ákveðið að stíga róttæk skref í kennsluháttum. Mikil umræða hefur verið að undanförnu um hinar hefðbundnu
kennsluaðferðir og takmörkun þeirra gagnvart árangursríku skólastarfi.
Keilir hefur ákveðið að stíga róttæk skref í kennsluháttum. Mikil umræða hefur verið að undanförnu um hinar hefðbundnu
kennsluaðferðir og takmörkun þeirra gagnvart árangursríku skólastarfi.
Nokkrir skólar hafa stigið skref í þessa átt en við teljum Keili henta vel til að stíga þetta skref til fulls. Kennarar á Háskólabrú hafa lýst miklum áhuga á nýrri nálgun í lærdómsferli nemenda Keilis. Í þessum skyni er nú verið að dreifa IPad spjaldtölvum til kennara Háskólabrúar svo þeir geti kynnst sér möguleikana og undirbúið næsta haust með nýrri nálgun. Fyrst til að sækja sér IPada voru þau Anna Albertsdóttir og Þorsteinn Surmeli og eru nú komin á kaf í undirbúning næsta hausts með græjuna að vopni.