05.02.2015
Keilir óskar eftir öflugum verkefnastjóra með fjarnámi Háskólabrúar. Keilir hefur verið leiðandi aðili í innleiðingu vendináms á Íslandi og leggur ríka áherslu á notkun upplýsingatækni og nýrra kennsluhátta.
Starfs- og ábyrgðarsvið
- Umsjón með fjarnámi Háskólabrúar Keilis
- Skipulag dagskrár og utanumhald með náminu
- Samskipti við nemendur og kennara
- Þróun og utanumhald með kennslubúnaði
- Umsjón með staðlotum nemenda í fjarnámi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólagráða á sviði menntunar eða kennslu eða sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Kennsluréttindi í framhaldsskóla er kostur
- Góð tölvukunnátta og vilji til að tileinka sér nýja tækni
- Hæfni í samskiptum og rík þjónustulund
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Gott vald á íslensku og ensku
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar og óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Waag Árnadóttir forstöðumaður Háskólabrúar Keilis í síma 578 4020.
Kennari í ensku á Háskólabrú
Keilir óskar eftir að ráða kennara í ensku Háskólabrú. Umsækjendur skulu hafa a.m.k Ba próf í ensku og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Hjá Keili er lögð áhersla á vendinám (speglaða kennslu) og framsækna kennsluhætti. Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Waag Árnadóttir forstöðumaður Háskólabrúar Keilis í síma 578 4020.