Fara í efni

Sterkur grunnur

Keilir býður nú upp á netnámskeið í íslensku, ensku og stærðfræði, sem gagnast þeim sem eru að hefja nám í Háskólabrú, sem og nemendum á síðasta ári í grunnskóla og fyrsta ári í framhaldsskóla.
Sterkur grunnur er netnámskeið í íslensku, ensku og stærðfræði, sem nýtist sem undirbúningur og upprifjun fyrir Háskólabrú, en gagnast jafnframt unglingum á síðasta ári í grunnskóla og fyrsta ári í framhaldsskóla. Námskeiðið er alveg án afskipta kennara og byggir á sjálfsnámi með fyrirlestrum og verkefnum. 
 
Undirbúningsáfangar á netinu sem eru sniðnir að þörfum þeirra sem stefna á nám í Háskólabrú Keilis og vantar herslumuninn á að hafa nægilega góðan undirbúning í þessum þremur grunnfögum, en jafnframt henta þessi námskeið öllum þeim sem óska eftir upprifjun eða aukaefni á þessu sviði.
 
Sterkur grunnur fer að öllu leyti fram á netinu og eru námskeiðin sett upp þannig að hver og einn nemandi geti tileinkað sér á sjálfstæðan hátt efni áfangans, á þeim tíma sem þeim hentar og án afskipta kennara. Öll verkefni verða gagnvirk og einungis til þess hugsuð að nemandinn geti æft sig í námsefninu og kannað sjálfur þekkingu sína með gagnvirkum prófum sem fylgja áfanganum. Hvert námskeið er sett upp sem 5 vikna námsáætlun, þó hver og einn vinni það á sínum hraða.
 
Nánari lýsing á innihaldi og uppsetningu er að finna hér.