Fara í efni

Stjórnbúnaður á SCARA vélarm

Karl Daði Lúðvíksson
Karl Daði Lúðvíksson

Dagana 26. - 29. maí fara fram varnir lokaverkefna hjá útskriftarnemum í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Kynningarnar fara fram í aðalbyggingu Keilis og eru öllum opnar nema annað sé tekið fram.

  • Heiti verkefnis: Schram. Stjórnbúnaður og frumsmíði á samhæfðum þriggja ása SCARA vélarm.
  • Nemandi: Karl Daði Lúðvíksson
  • Tímasetning: Fimmtudagur 28. maí, kl. 13:00

Lýsing: Í þessari ritgerð er markmiðið að kynna frumsmíði SCARA vélþræls sem hannaður var frá grunni. Hönnun á frumgerð átti sér forvinnu sem lögð var til haustið 2014 og er stuðst við þá hönnun við smíði og samsetningu vélhluta. Samhliða endurmati og smíði vélhluta er iðntölvustýrikerfi hannað ásamt vali á rafbúnaði sem uppfyllir skilyrði gagnvart settum markmiðum.

SCARA er samhæfður þriggja ása vélþræll og er hannaður með tveimur liðamótum sem vinna samhæft í samsíða plani og einu strendingslaga. Útfærsla SCARA er einföld en skilvirk lausn þar sem kröfur eru gerðar til hraðvirkni og nákvæmni. Í ritgerðinni er farið yfir verkferli sem skilaði samsettum vélþræl. Á ferlið að sýna fram á þau fjölmörgu hlutverk sem tæknifræðingur á að geta tekist á við, sbr. hönnun vélhluta og smíði, val á rafbúnaði ásamt samsetningu og að lokum hönnun og forritun iðntölvustýringar.