Sú nýbreytni var tekin upp í Keili í haust að stofna námsmannaráð Keilis. Þar sitja fulltrúar allra staðnámsdeilda skólans, þ.e. atvinnuflugi, flugvirkjun, háskólabrú og tæknifræði.
Hlutverk ráðsins er að vera sameiginlegur málsvari nemenda, en jafnframt að stuðla að auknu félagslífi í skólanum. Auk þessa ráðs hafa verið stofnuð nemendafélög eða ráð í þessum fjórum deildum. Við hlökkum til að starfa með þessum nemendum að enn betri skólabrag og frekari uppbyggingu skólans.
Á myndinni eru (frá vinstri): Hafliði Már Brynjarsson (atvinnuflug), Carl-Fredrik Thisner (atvinnuflug), Hjálmar Árnason (framkvæmdastjóri), Tinna Dögg Jónsdóttir (Háskólabrú), Ásbjörn Hall Sigurpálsson (Háskólabrú), Skúli Freyr Brynjólfsson (námsráðgjafi), Guðni Emilsson (flugvirkjun), Hafþór Önundarson (tæknifræði).