Um helgina voru tveir af fyrrum nemendum Keilis til umfjöllunar í fjölmiðlum. Í gærkvöldi var sýndur í sjónvarpinu þáttur um hetjulega baráttu Elvu Daggar Gunnarsdóttur vegna tourette sjúkdómsins.
Elva Dögg hefur glímt við eitt versta tilvik af sjúkdómi þessum sem þekkt er. Í þættinum var sýnd hetjuleg barátta þessarar duglegu og gáfuðu konu þar sem hún m.a. gekkst undir ótrúlega aðgerð á heila. Ákveðin og sigurviss kemst Elva Dögg áfram í lífinu.
Hinn nemandinn er Stefnir Benediktsson sem gekk svo langt að bera upp bónorð til sinnar heittelskuðu í troðfullum Eldborgarsal í Hörpu. Stóð hann uppi á sviði frammi fyrir öllum gestum og bar óvænt upp bónorðið til unnustunnar sem sat í salnum. Að sjálfsögðu sjálfsögðu svaraði hún þessu rómantíska bónorði játandi við mikinn fögnuð viðstaddra.
Bæði Elva Dögg og Stefnir eru útskrifuð af Háskólabrú Keilis. Við erum stolt af okkar fólki.