Fara í efni

Stór útskriftarhópur Keilis

Keilir brautskráði stóran hóp nemenda þann 16. júní síðastliðinn. Samtals fengu 174 nemendur brottfararskírteini afhent. Keilir brautskráði stóran hóp nemenda þann 16. júní síðastliðinn. Samtals fengu 174 nemendur brottfararskírteini afhent.

Athöfnin fór fram í nýuppgerðu Andrews Theater á Ásbrú og var húsfyllir. Bræðurnir Baldur og Júlíus Guðmundssynir (Júliussonar) fluttu tónlistaratriði við upphaf og lok athafnar. 

Í ræðu Hjálmar Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis, kom fram að nemendur í vetur hefðu verið 602. 

Umsóknir fyrir næsta ár væru orðnar tæplega 700 og því biðlisti inn á nokkrar námsbrautir næsta ár. Hjálmar lagði áherslu á gildi þess að vinna sig út úr kreppu með menntunina að vopni. Hinar nýju námsbrautir Keilis og glæsileg aðstaða væru augljóslega að svara þörf í samfélaginu. Dæmi um það eru hinar nýju flugvélar Keilis og hin einstaka rannsóknaraðstaða í Orkusetrinu.

 

Forstöðumenn einstakra sviða afhentu prófskírteini sem skiptust þannig:

Flugakademían 45, ÍAK einkaþjálfari 43, Háskólabrú 86 eða samtals 174 nemendur sem fengu prófskírteini sín afhent að þessu sinni.  Fyrr í mánuðinum hafði Keilir brautskráð 21 nemmanda ÍAK einkaþjálfara á Akureyri.

Verðlaun voru veitt: Margrét Elín Arnarsdóttirfyrir bestan árangur flugumferðarstjóra, Lilja María Evensen í námi flugfreyja/þjóna, Steinn Anton Vigfússon fyrir bóklegt nám atvinnuflugs, Ágústa Guðjónsdóttir hjá ÍAK einkaþjálfurum, Guðmunda Vilborg Jónsdóttir hlaut hæstu einkunn á Háskólabrú, staðnámi; og Kristín Valborg Thomsen á Háskólabrú-fjarnámi.

Ávörp fluttu fulltrúar nemenda, m.a. Logi Geirsson, handknattleikshetja, sem flutti kveðju frá nýútskrifuðum ÍAK einkaþjálfurum.


Myndir frá útskrift Keilis 16. júní 2010