Athöfnin fór fram í nýuppgerðu Andrews Theater á Ásbrú og var húsfyllir. Bræðurnir Baldur og Júlíus Guðmundssynir (Júliussonar) fluttu tónlistaratriði við upphaf og lok athafnar.
Í ræðu Hjálmar Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis, kom fram að nemendur í vetur hefðu verið 602.
Umsóknir fyrir næsta ár væru orðnar tæplega 700 og því biðlisti inn á nokkrar námsbrautir næsta ár. Hjálmar lagði áherslu á gildi þess að vinna sig út úr kreppu með menntunina að vopni. Hinar nýju námsbrautir Keilis og glæsileg aðstaða væru augljóslega að svara þörf í samfélaginu. Dæmi um það eru hinar nýju flugvélar Keilis og hin einstaka rannsóknaraðstaða í Orkusetrinu.
Forstöðumenn einstakra sviða afhentu prófskírteini sem skiptust þannig:
Flugakademían 45, ÍAK einkaþjálfari 43, Háskólabrú 86 eða samtals 174 nemendur sem fengu prófskírteini sín afhent að þessu sinni. Fyrr í mánuðinum hafði Keilir brautskráð 21 nemmanda ÍAK einkaþjálfara á Akureyri.
Verðlaun voru veitt: Margrét Elín Arnarsdóttirfyrir bestan árangur flugumferðarstjóra, Lilja María Evensen í námi flugfreyja/þjóna, Steinn Anton Vigfússon fyrir bóklegt nám atvinnuflugs, Ágústa Guðjónsdóttir hjá ÍAK einkaþjálfurum, Guðmunda Vilborg Jónsdóttir hlaut hæstu einkunn á Háskólabrú, staðnámi; og Kristín Valborg Thomsen á Háskólabrú-fjarnámi.
Ávörp fluttu fulltrúar nemenda, m.a. Logi Geirsson, handknattleikshetja, sem flutti kveðju frá nýútskrifuðum ÍAK einkaþjálfurum.