Fara í efni

Sumarstörf á vegum Vinnumálastofnunar 2013

Keilir auglýsir fjögur sumarstörf fyrir námsmenn á vegum Vinnumálastofnunar.

Viltu vinna með okkur í sumar? Keilir auglýsir fjögur sumarstörf fyrir námsmenn á vegum Vinnumálastofnunar. Við leitum að öflugum, skapandi og skemmtilegum einstaklingum sem langar til að vinna á drífandi og lifandi vinnustað í sumar.

Í boði eru tvær stöður við skipulagningu og umsjón Tæknibúða Keilis, starf á tölvusviði með áherslu á hönnun og uppbyggingu á Moodle kennslukerfinu, og starf aðstoðarmanns við umsjón flugvéla í Flugakademíu Keilis.

Umsjón með Tæknibúðum Keilis
Starfið felst í skipulagningu og umsjón Tæknibúða Keilis. Tæknibúðir eru nýung á Íslandi, nokkra daga fjölbreytt sumarnámskeið, sem gefa m.a. innsýn inn í heim tækninnar. Búðirnar eiga að auka áhuga og skilning barna og unglinga á tækni- og raunvísindum. Innblásin af nærumhverfinu má einnig skipuleggja spennandi kennslustundir í jarðfræði, líffræði og orkutækni í bland við aðrar raungreinar.

Aðstoðarmaður við umsjón flugvéla
Starfið felst í almennri aðstoð við flugvirkja eftir þörfum; tiltekt í flugskýli; þrif á flugvélum; sinna minniháttar viðhaldi á skýlinu; annast sendiferðir fyrir flugvirkja og flugakademíu; og önnur verkefni sem til falla undir leiðsögn flugvirkja.

Starfsmaður á tölvusviði
Verkefnið felst fyrst og fremst í hönnun og uppbyggingu á Moodle kennslukerfi skólans, skjölun og aðstoð í tölvuvinnslu.

Nánari upplýsingar og umsókn um störfin á vef Vinnumálastofnunar