Priyanka Thapa varð dúx við verk- og raunvísindadeild Keilis en sumarútskrift Keilis fór fram s.l. föstudag frá Andrews-leikhúsinu á Ásbrú.
Þar voru útskirfaðir nemendur af Háskólabrú - verk og raunvísindadeild, atvinnuflugmannsnámi Flugakademíu Keilis og úr ÍAK íþróttaþjálfun.
Námið á háskólabrú tekur eitt ár og klára nemendur sem samsvarar um 80 framhaldsskólaeiningum á þeim tíma. Nemendur sem fara hina hefðbundnu leið í framhaldsskóla ljúka 18-20 einingum á hverri önn ætli þeir að klára á réttum tíma.
Priyanka var með meðaleinkunnina 9,03, og hefur nú þegar fengið inni í lyfjafræði við Háskóla Íslands.
Priyanka hefur verið talsvert í fréttum hér á landi. Hingað kom hún til að gæta barna í Vogum á Vatnsleysuströnd. Henni var
síðan synjað um dvalarleyfi en innanríkisráðherra tók mál hennar upp að nýju og er það í dag í farvegi.