Fara í efni

Sumarútskrift Keilis

Priyanka með þeim Hjálmari Árnasyni framkvæmdastjóra Keilis og Árna Sigfússyni stjórnarformanni Keil…
Priyanka með þeim Hjálmari Árnasyni framkvæmdastjóra Keilis og Árna Sigfússyni stjórnarformanni Keilis
Priyanka Thapa varð dúx við verk- og raunvísindadeild Keilis en sumarútskrift Keilis fór fram s.l. föstudag frá Andrews-leikhúsinu á Ásbrú.

Priyanka Thapa varð dúx við verk- og raunvísindadeild Keilis en sumarútskrift Keilis fór fram s.l. föstudag frá Andrews-leikhúsinu á Ásbrú.

Þar voru útskirfaðir nemendur af Háskólabrú - verk og raunvísindadeild, atvinnuflugmannsnámi Flugakademíu Keilis og úr ÍAK íþróttaþjálfun.

Námið á háskólabrú tekur eitt ár og klára nemendur sem samsvarar um 80 framhaldsskólaeiningum á þeim tíma. Nemendur sem fara hina hefðbundnu leið í framhaldsskóla ljúka 18-20 einingum á hverri önn ætli þeir að klára á réttum tíma.

Priyanka var með meðaleinkunnina 9,03, og hefur nú þegar fengið inni í lyfjafræði við Háskóla Íslands.

Priyanka hefur verið talsvert í fréttum hér á landi. Hingað kom hún til að gæta barna í Vogum á Vatnsleysuströnd. Henni var síðan synjað um dvalarleyfi en innanríkisráðherra tók mál hennar upp að nýju og er það í dag í farvegi.