10.05.2011
Orku- og tækniskóli Keilis, ásamt Kadeco standa fyrir sýningu á kvikmyndinni HOME í Andrews Theater 12. maí næstkomandi.
Orku- og tækniskóli Keilis, ásamt Kadeco standa fyrir sýningu á kvikmyndinni HOME í Andrews Theater 12. maí næstkomandi.
Myndin er frá árinu 2009, eftir leikstjórann Yann Arthus-Bertrand. Kvikmyndin var fjármögnuð af stórfyrirtækinu PPR, sem er
móðurfyrirtæki tískuframleiðandans Gucci. Myndin tekur á mikilvægum spurningum sem varða endurnýjanlega orku, hlýnun loftslags og
jafnvægi jarðarinnar. Nokkur lönd eru nefnd sem fyrirmyndarþjóðir, þar á meðal Ísland, sem hefur náð að nýta
endurnýjanlega orku meira en nokkuð annað land í heiminum.
HOME verður sýnd í Andrews Theater, fimmtudaginn 12. maí kl. 16:30. Ókeypis er á sýninguna og eru allir velkomnir.
HOME veggspjald [PDF]