Keilir og Study Iceland hafa gert með sér samstarfsamning um markaðssetningu á námsframboði Keilis í Kína sem og milligöngu með komu kínverskra nemenda í nám á vegum skólans. Study Iceland hafa um árabil unnið að sambærilegum verkefnum fyrir háskóla á Íslandi og hafa á þessum tíma greitt götu kínverskra nemenda að háskólanámi sem og stuðlað að komu nemendahópa í sumarskóla hér á landi.
Með samningnum, sem var undirritaður í Keili í byrjun mars, er Study Iceland opinberlega orðinn samstarfsaðili Keili í Kína og mun taka að sér að auglýsa alþjóðlegt nám á vegum skólans svo sem leiðsögunám í ævintýraferðamennsku, atvinnuflugnám og einkaþjálfaranám í fullu fjarnámi, en allar þessar námsgreinar eru kenndar á ensku við Keili. Þá munu samstarfsaðilar vinna sameiginlega að sumarnámskeiðum og móttöku kínverskra nemendahópa á Íslandi.
Mikil tækifæri eru í auknu samstarfi þessara landi á sviði menntamála, en stutt er síðan menntamálaráðherrar Íslands og Kína undirrituðu samning um gagnkvæma viðurkenningu á háskólanámi landanna.
Á fjórða tug kínverskra nemenda hafa á undanförnum árum lagt stund á háskólanám Íslandi og er ljóst að með kynningu á námsframboði Keilis í Kína muni sá fjöldi aukast á næstu misserum segir Arnbjörn Ólafsson, forstöðumaður Þrónuar- og markaðssviðs Keilis. Nokkrir kínverskir nemendur hafa sótt nám í Keili áður, meðal annars í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku, en við höfum ekki markvisst sótt á þennan markað áður, þannig að við bindum miklar vonir við samstarfið við Study Iceland, bætir Arnbjörn við.