Fara í efni

Tækni- og vísindasmiðja fyrir ungt fólk

Sumarið 2015 býður Keilir í þriðja sinn upp á tækni- og vísindasmiðju fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 til 13 ára (2001 - 2005). Námskeiðin verða haldin í húsnæði Keilis og munu þátttakendur njóta góðs af þeirri aðstöðu sem tæknifræðideild Keilis hefur uppá að bjóða. 

Markmiðið er að auka þekkingu og vitund unglinga á tækni og vísindum. Mikið verður lagt uppúr því að útskýra hvernig tækni og vísindi hefur áhrif á allt okkar daglega líf. Farið verður í vettvangsferð um Reykjanesið þar sem þátttakendur fá skemmtilega og lifandi fræðslu á stöðum eins og Orkuverinu Jörð og Þekkingarsetrinu í Sandgerði. Einnig verða framkvæmdar spennandi tilraunir og tekist á við þroskandi og skemmtileg verkefni undir leiðsögn leiðbeinenda.

Dagsetningar og verð

Hvert námskeið ein vika, frá mánudegi til föstudags frá 9:00 ? 15:00. Námskeiðin eru háð lágmarksþátttöku. 

  • Námskeið 1: 22. - 26. júní (verð: 19.900). Skráning
  • Námskeið 2: 6. - 10. júlí (verð: 19.900). Skráning

Frá Reykjavík gengur strætó beint hingað á Ásbrú. Allar upplýsingar  um samgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Reykjanesbæjar má finna hér.

Hlustaðu á umfjöllun um Tækni- og vísindasmiðju Keilis í Morgunútvarpi RÚV hérna. Nánari upplýsingar veita Sigrún Svafa Ólafsdóttir eða Ásdís Ólafsdóttir, verkefnastjórar á netfangið viskubrunnur@keilir.net eða í síma 578 4091 / 578 4079.