Fara í efni

Tæknifræðin á Vísindavöku 2012

Bás Keilis á forsíðu Morgunblaðsins
Bás Keilis á forsíðu Morgunblaðsins

Tæknifræðinám Keilis tók þátt í Vísindavöku Rannís í þriðja sinn föstudaginn 28. september síðastliðinn.

Tæknifræðinám Keilis tók þátt í Vísindavöku Rannís í þriðja sinn. Vísindavakan fór fram í Háskólabíó föstudaginn 28. september síðastliðinn og sóttu yfir 5000 gestir sýninguna. Óhætt er að segja að sýning og tilraunir tæknifræðináms Keilis hafi vakið athygli gesta, og var stöðugur straumur ungra sem aldna að bás Keilis.

Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi á Vísindavöku, en hún er haldin samtímis um alla Evrópu á Degi evrópska vísindamannsins, sem er síðasta föstudag í september. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi.
 

Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Tæknifræðinám Keilis hefur tekið virkan þátt í Vísindavökunni undanfarin ár og hefur bás skólans vakið mikla athygli gesta.