Hægt verður að fræðast um tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis í Öskju á Háskóladeginum 28. febrúar næstkomandi.
Keilir býður upp á háskólanám (BSc gráðu) í tæknifræði á vegum Háskóla Íslands og fer námið fram á vettvangi Keilis á Ásbrú. Boðið eru upp á tvær námslínur í Orku- og umhverfistæknifræði og Mekatróník hátæknifræði.
Háskóli Íslands býður landsmönnum öllum í heimsókn laugardaginn 28. febrúar 2015 milli klukkan 12 og 16 þar sem í boði verða ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna nýsköpun og vísindi í litríku og lifandi ljósi. Allir geta kynnt sér fjölbreytt námsframboð Háskóla Íslands en yfir 400 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi eru í boði við skólann. Þá fer einnig fram kynning á margþættri og spennandi starfsemi og þjónustu. Gestir geta skoðað rannsóknastofur, tæki, búnað og húsakynni.
Á staðnum verða vísindamenn, kennarar og nemendur úr öllum deildum háskólans sem svara spurningum um allt milli himins og jarðar ? eða því sem næst.