Fara í efni

Tæknifræðinám á vorönn 2012

Tekið er við umsóknum í háskólanám í tæknifræði (BSc gráða) fyrir vorönn 2012. Námið er til þriggja ára og er boðið upp á sérhæfingu í mekatróník og orku- og umhverfistæknifræði.

Tekið er við umsóknum í háskólanám í tæknifræði (BSc gráða) fyrir vorönn 2012. Námið er til þriggja ára og er boðið upp á sérhæfingu í mekatróník og orku- og umhverfistæknifræði.
 
Umsækjendur sem hafa lokið stúdentsprófi af raungreina- eða náttúrufræðibraut, geta hafið strax háskólanám í tæknifræði hjá Keili. Þeir sem hafa ekki lokið framhaldsskóla eða hafa stúdentspróf af öðrum brautum, er bent á að hafa samband við Háskólabrú Keilis, en mögulegt er að brúa það sem vantar uppá.
 
 
Orku- og umhverfistæknifræðin, eins og nafnið gefur til kynna, snýst um orku og umhverfisþætti. Aðaláhersla námsins er jarðvarmaorka og, í tengslum við hana, að nemendur öðlist skilning á þeim tæknilegum atriðum sem tengjast því sem gerist bæði neðan sem og ofan yfirborðs jarðar. Beislun annarrar grænnar og endurnýjanlegrar orku eins og sólar-, vind-, sjávar- og efnaorku verður einnig viðfangsefni námsins.
 
Mekatróník er ein af þeim greinum tæknifræðinnar sem hefur verið að eflast mest síðustu áratugi. Orðið mekatrónik, eða mechatronics á ensku, er samsett orð úr Mechanisms og electronics. Í stuttu máli má segja að mekatróník fjalli um það þegar rafeinda- og hugbúnaðarfræði er notuð samhliða hönnun á vélbúnaði til þess að búa til sjálfvirkan og/eða "vitrænan" vélbúnað. Í mekatróník náminu hjá Orku- og tækniskóla Keilis læra nemendur að hanna mekatrónísk kerfi, mæla og vinna úr mælingum til þess að stjórna vélbúnaði auk þess að læra nóga rafeindatækni til að geta búið til búnað til að mæla og vinna úr mælingum. Þetta nám nýtist öllum sem vilja vinna við raf- og rafeindastýrðan vélbúnað, hvort sem er í orku-, framleiðslu- eða öðrum iðnaði.