Fara í efni

Tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis á Tæknidegi fjölskyldunnar

Háskóli Íslands og Keilir kynna háskólanám í tæknifræði á Tæknidegi fjölskyldunnar í Verkmenntaskóla Austurlands, laugardaginn 7. október kl. 12 - 16. Þar verður meðal annars hægt að fræðast um nám í mekatróník hátæknifræði sem sameinar véla-, rafmagns- og hugbúnaðarverkfræði, til að mynda við gerð sjálfstýringa og vélmenna.

Á kynningarbás Keilis verður hægt að skoða táknmálshanska sem nemendur hafa þróað, auk þess sem Reynold þjarkaþjónninn verður á svæðinu. Þá verður hægt að skoða Skittles litaflokkara sem nemendur hönnuðu og smíðuðu í verklegum áfanga námsins.

Tæknidagur fjölskyldunnar

Hinn árlegi Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 7. október. Sem fyrr er dagurinn tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi og miðast dagskráin við alla aldurshópa.

Fjöldi fyrirtækja á Austurlandi sýna allskyns tæknilausnir auk þess sem Ævar vísindamaður verður á staðnum og sýnir börnum inn í töfraheim vísindanna.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Verkmenntaskóla Austurlands