Fara í efni

Tæknifræðinám í samstarfi FS og Keilis

Kristján Pétur Ásmundsson, skólameistari FS, og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, undirrita …
Kristján Pétur Ásmundsson, skólameistari FS, og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, undirrita samstarfssamninginn.

Keilir og Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafa undirritað með sér samstarfssamning um nám fyrir tæknifræði við uppbyggingu samfellds náms fyrir tæknifræði.

Keilir og Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafa undirritað með sér samstarfssamning um nám fyrir tæknifræði við uppbyggingu samfellds náms fyrir tæknifræði.


Atvinnulífið kallar eftir fólki með menntun í tæknifræði. Þar eru atvinnumöguleikar mjög góðir og launin virðast prýðileg. Samkvæmt könnun Félags tæknifræðinga eru laun félagsmanna þeirra að meðaltali 600 þúsund krónur á mánuði. 

Með samstarfi FS og Keilis er leitast við að byggja upp samfellt nám fyrir tæknifræði þannig að það er byggt upp í þrepum frá framhaldsskóla upp á háskólastig. Nú geta nemendur sett stefnuna á þetta markmið og tekið í þrepum. Fyrir þá sem eru þegar á vinnumarkaði, s.s. iðnaðarmenn, vélstjórar, stúdentar og aðrir, þá geta þeir komið í tæknifræðinámið í því þrepi sem þeim helst hentar. Áherslan er á „hands-on“ nám.

FS og Keilir vænta mikils af þessu samstarfi enda þörfin ærin. Skólarnir vilja með þessu móti breðgasy við kalli atvinnulífsins. Aðrir samstarfsaðilar Keilis um nám í tæknifræðinni eru Iðnskólinn í Hafnarfirði og Háskóli Íslands.