01.02.2017
Kynntu þær tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis á UTmessunni í Hörpu 3. - 4. febrúar. Nánari upplýsingar um UTmessuna
- Föstudaginn 3. febrúar - ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni.
- Laugardaginn 4. febrúar - opið fyrir almenning á sýningu á UT geiranum.
UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.
Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og þar sést svart á hvítu að allir hafa möguleika á að starfa í tölvugeiranum. Starfssviðið er bæði breitt og fjölbreytt og hentar bæði konum og körlum.