18.06.2013
Í sumar býður Keilir í fyrsta sinn upp á tækni- og vísindasmiðju fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 til 15 ára.
Í sumar býður Keilir í fyrsta sinn upp á tækni- og vísindasmiðju fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 til 15 ára. Námskeiðin verða haldin í húsnæði Keilis og munu þátttakendur njóta góðs af þeirri aðstöðu sem tæknifræðideild Keilis hefur uppá að bjóða.
Markmiðið er að auka þekkingu og vitund unglinga á tækni og vísindum. Mikið verður lagt uppúr því að útskýra hvernig tækni og vísindi hefur áhrif á allt okkar daglega líf. Farið verður í vettvangsferðir í fyrirtæki og stofnanir á Reykjanesinu þar sem þátttakendur fá skemmtilega og lifandi fræðslu. Einnig verða framkvæmdar spennandi tilraunir og tekist á við þroskandi og skemmtileg verkefni undir leiðsögn leiðbeinenda.
Nánari upplýsingar á heimasíðu tæknifræðináms Keilis